Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Útlit
Hafsteinn Hafsteinsson | |
---|---|
Fæddur | Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson 11. febrúar 1972 |
Ár virkur | 2003 – |
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson (f. 11. febrúar 1972) er íslenskur sálfræðingur og leikari sem hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum á Íslandi.
Hann kláraði grunnmenntun í Reykjavík en fór svo til Bandaríkjanna í skiptinám árið 1989 við Franklin D. Roosevelt-menntaskólann. Hann er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í átakastjórnun frá Háskólanum í Denver.[1] Hann hefur veitt ráðgjöf við sáttamiðlun í réttarkerfinu á Íslandi. Hann lærði leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands.
Fyrsta hlutverk hans sem aðalpersóna var „Karl“ í stuttmynd Braga Þórs Hinrikssonar The Last Generation: The Ten Commandments .[2] Hann hefur síðan þá leikið í meðal annars Borgríki 2 og Ófærð.
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
[breyta | breyta frumkóða]- The Last Generation: The Ten Commandments (2003)
- Aldrei stríð á Íslandi (2009)
- Algjör Sveppi og leitin að Villa (2009)
- Okkar eigin Osló (2011)
- Pressa (2012)
- Borgríki 2 (2014)
- Ófærð (2015)
- Eurogarðurinn (2020)
- Verbúðin (2022)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Háskóli Denver Website, CRI Alumni Kastljós - Hafsteinn Hafsteinsson '10“. Sótt 11. nóvember 2014.
- ↑ „The Last Generation: The Ten Commandments á IMDB“. Sótt 11. nóvember 2014.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.